Southampton upp í úrvalsdeildina

Liðsmenn Southampton fagna sigurmarki Adam Armstrong.
Liðsmenn Southampton fagna sigurmarki Adam Armstrong. AFP/Adrian Dennis

Southampton er komið upp í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu eftir sigur á Leeds, 1:0, í úrslitaleik umspils B-deildarinnar á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í dag. 

Sigurmark Southampton skoraði Adam Armstrong á 24. mínútu leiksins. Leedsarar gerðu hvað þeir gátu til að jafna metin en náðu því ekki. 

Southampton fer því upp ásamt Leicester og Ipswich en Sheffield United, Burnley og Luton féllu niður í B-deildina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert