Chelsea þrengir leitina

Er Thomas Frank næsti knattspyrnustjóri Chelsea?
Er Thomas Frank næsti knattspyrnustjóri Chelsea? AFP/ Glyn KIRK

Kieran McKenna er ekki lengur í myndinni sem næsti knattspyrnustjóri Chelsea. Valið stendur milli Thomas Frank, Enzo Maresca og Roberto De Zerbi en félagið vill tilkynna nýjan mann í lok vikunnar. Sky greinir frá.

Frank nýtur mikillar virðingar og aðdáunar fyrir starf sitt hjá Brentford en félagið hélt sér í ensku úrvaldsdeildinni annað árið í röð þrátt fyrir lítil fjárráð. Frank hefur góða aðlögunarhæfni þegar kemur að leikstíl og er góður í samskiptum að mati yfirmanna Chelsea.

Maresca og De Zerbi hafa heillað forráðamenn Chelsea með leikstíl liða sinna, Maresca hefur starfað fyrir Pep Guardiola og De Zerbi er ódýr þar sem hann er án starfs eftir uppsögn sína hjá Brighton eftir tímabilið.

Chelsea er talið leita að þjálfara sem sem passar inn í skipurit félagsins og einbeitir sér að þjálfun liðsins en ekki knattspyrnustjóra af gamla skólanum sem þarf að stjórna félaginu eins og tíðkaðist á árum áður á Englandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert