Traffík á uppboðshúsinu veldur truflunum

Grafík/Blizzard/WoW Classic

Nýja viðbótin í World of Warcraft Classic, The Burning Crusade, kom út nýlega og eru leikmenn hverjir á fætur öðrum að keppast um sjaldgæfa muni, sigra ævintýralegar verur í bardögum og að komast á sífellt hærra stig innan leiksins, nú þegar hægt er að komast upp í 70.

Hinsvegar hafa því miður verið truflanir á uppboðshúsinu og má segja að það sé vegna anna.

Blizzard ákvað að gera uppboðshúsið að einstakri upplifun með því að halda húsinu eins og það var fyrir fjölda ára þegar leikurinn kom fyrst út. En illa tókst því umferðin er of mikil á hverjum netþjóni leiksins vegna hússins og bitnar það á leikmönnum.

Leikmenn bera þó nokkra ábyrgð á því vegna þess að þeir hafa verið að setja ómerkilega og verðlausa hluti ítrekað á sölu þar. Það veldur miklu álagi á uppboðshúsið og þar af leiðandi truflunum á netþjónum, að því er segir í umfjöllun miðilsins Ginx.

Kaivax tjáir sig um málið fyrir hönd Blizzard á umræðuvef leiksins og segir umsjónarmenn leiksins meðvitaða um vandamálið og að þeir séu að vinna í að laga það. 

Skjáskot/Blizzard/WoW Forums
mbl.is