Excess Success komu, sáu og sigruðu

Útsendingin byrjaði á rólegri heitapottastemningu hjá útsendingarteyminu.
Útsendingin byrjaði á rólegri heitapottastemningu hjá útsendingarteyminu. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Excess Success urðu bikarmeistarar þegar þeir sigruðu Sans í bikarmeistaraviðureign Vor deildar LoL Major 2021 í tölvuleiknum League of Legends í gær. Bæði lið höfðu þegar tryggt sér það sem hefði kannski mátt kalla verðlaun mótsins – farmiða á erlenda stórmótið Telia Masters – en að lokum gat einungis verið einn bikarmeistari.

Sans höfðu litið vel út á mótinu fram að þessu, unnið allar sínar viðureignir og farið í gegnum efri riðil með 6 leiki sigraða gegn 2 töpum. Á leiðinni sigraði liðið Pongu, svo XY Esports og að lokum VITA í úrslitaviðureign efri deildar. Þegar Sans mætti XY Esports höfðu XY verið nýbúnir að vinna sína viðureign gegn Excess Success, og því hefði mátt að segja að með sigri Sans á XY hafi verið sýnt fram á að Sans væri betra lið en Excess Success, eða a.m.k. leit svo út á blaði. Ekki er þó hægt að ganga út frá því að slíkar spár séu sannar í jafn flókum leik og League of Legends.

Um velgengni í mótinu var aðra sögu var að segja um Excess Success, svona fyrst um sinn a.m.k., en þeir töpuðu sinni fyrstu viðureign á mótinu, þeirri gegn XY Esports. Hér er gott að draga fram að Excess Success höfðu ekki tekið þátt í keppnisdeildinni fram að þessu heldur einungis skráð sig á mótið, og voru því eflaust einhverjir sem bjuggust við því að liðið myndi mæta ryðgað inn. Ryðið var þó fljótt hrist af og vann Excess Success viðureignir sínar í neðri riðli gegn Pongu, Fylki, aðra viðureign sína gegn XY Esports, og að lokum VITA í úrslitum riðilsins.

Sölvi og Siggó hafa séð um að lýsa leikjum á …
Sölvi og Siggó hafa séð um að lýsa leikjum á mótinu og eiga mikið hrós skilið fyrir frammistöðu sína. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Lið Excess Success skipa leik­menn­irn­ir Máni „Brúsí“, Kári „Ted­iz“, Mika­el „Controversial“ / „Mikú“, Sig­ur­jón „Seif­ur“, og Kjartan „Icelandic Hero“.

Lið Sans skipa leik­menn­irn­ir Krist­inn „Kristut“, Eyþór „Eysi“, Garðar „Sósa“, Gísli „Zarzator“, Auðunn „Sausi“, Aron „wHyz“, og Styrm­ir „Mocha Desire“.

Fyrsti leikur

Fyrsti leikur viðureignarinnar sá Sans í bláa liðinu og Excess Success í því rauða. Val liðanna á hetjum var eftirfarandi:
Sans: Nautilus, Shaco, Akali, Quinn, og Varus
Excess Success: Malphite, Nidalee, Wukong, Kai’Sa, og Rumble

Leikurinn fór af stað með hörku en strax á 5. mínútu leiksins mátti sjá leikmenn Sans, Zarzator og Kristut, henda sér í turninn á neðri braut til að fella Mikó. Sans hentu tækifærinu ekki frá sér og spiluðu ágætlega svo við 9. mínútu voru þeir komnir með 2.000 gull og 5 fellur umfram Excess Success og við 16. mínútu tæplega 5.000 gull og 9 fellur. Excess Success mega eiga það að þeim tókst að spila á ansi jöfnum grundvelli næstu 15 mínúturnar sem fylgdu og við 31. mínútu var staðan enn svipuð: forysta Sans rúmlega 5.000 gull og 11 fellur.

Á þeim tímapunkti fór leikurinn að snúast í hag Excess Success og við 34. mínútu var forysta Sans einungis 2.000 gull og 7 fellur. Þegar kom að næsta dreka átti sér stað rosalegur bardagi þar sem Excess Success sáu sér tækifæri til að snúa blaðinu við en allt kom fyrir ekki og Sans felldu alla leikmenn Excess Success án mikils missi af sinni hendi. Excess Success héldu áfram að berjast af hörku en við 40. mínútu voru þeir fyrirsjáanlega farnir að verja höfuðstöðvar sínar. Að lokum reyndu Excess Success enn einu sinni að berjast við Sans um dreka en allt kom fyrir ekki og á meðan seinasti leikmaður Excess Success féll á neðri braut sá Eysi um að eyðileggja höfuðstöðvar þeirra og tryggja sigurinn fyrir Sans.

Fyrsti leikur viðureignarinnar teygðist upp í rúmlega 40 mínútur.
Fyrsti leikur viðureignarinnar teygðist upp í rúmlega 40 mínútur. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Annar leikur

Annar leikur viðureignarinnar sá Excess Success í bláa liðinu og Sans í því rauða. Val liðanna var eftirfarandi:
Excess Success: Ezreal, Sylas, Xin Zhao, Alistar, og Wukong
Sans: Jax, Qiyana, Kog’Maw, Karma, og Rumble

Annar leikur liðanna var nokkuð hraður til að byrja með og var meira en ein hetja felld á hverri mínútu að jafnaði fyrstu mínúturnar. Excess Success áttu þar fleiri fellur en Sans og var leikurinn því hægt og rólega að fara í þeirra átt þegar þeir létu reyna á fyrsta drekann á 6. mínútu. Leikmaður Sans, Sausi, sá sér tækifæri til að reyna að snúa leiknum Sans í hag og hljóp inn í drekapyttinn. Allt kom fyrir ekki og fengu Excess Success einfaldlega fellu á Sausi í ofanálag við drekann.

Við tók nokkuð einhliða leikur Excess Success þar sem þeir byggðu upp æ meiri forystu framyfir Sans og ólíkt Excess Success í fyrsta leik náðu Sans ekki að halda við. Til að gera langa sögu stutta þá var forysta Excess Success orðin rúm 10.000 gull og tæplega 20 fellur við 22. mínútu og féllu höfuðstöðvar Sans á þeirri mínútu.

Sausi reynir djarft spil inn í drekapyttinn í öðrum leik …
Sausi reynir djarft spil inn í drekapyttinn í öðrum leik viðureignarinnar, sem heppnast því miður ekki. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Þriðji leikur

Þriðji leikur viðureignarinnar sá Sans aftur í bláa liðinu og Excess Success í því rauða. Nú yrði áhugavert að sjá hvort það hefði eitthvað með úrslit leikjanna að gera hvort liðið byrjað væri í. Val liðanna var eftirfarandi:
Sans: Nautilus, Akali, Kog’Maw, Olaf, og Quinn
Excess Success: Alistar, Rumble, Varus, Sylas, og Xin Zhao

Bláa liðið virtist svo sannarlega skila af sér í byrjun leiksins og við 5. mínútu var Sans með 7 fellur en Excess Success einungis með eina. Við tók saga sem lesendur eru eflaust farnir að kannast við, enda hefur hún verið sögð nokkuð oft í gegnum umfjöllun mbl af mótinu, en Sans einfaldlega nýttu sér þann skriðþunga sem upp þeir höfðu safnað í byrjun og fóru að rúlla í gegnum leikinn á sínum hraða.

Að lokum náðu Excess Success ekki að berjast með þeim krafti sem liðið hafði sýnt þegar það var undir í fyrsta leik viðureignarinnar og á 21. mínútu, þegar Sans gerðu sig líklega til að taka Baron Nashor, var það að duga eða drepast fyrir Excess Success. Það reyndist þeim þó of erfitt að berjast við 7.000 gulla forystu Sans og þrátt fyrir að ná að fella tvo af leikmönnum Sans féllu allir leikmenn Excess Success undir lok. Þrátt fyrir það tók það Sans aðrar 9 mínútur að loka leiknum og segir það mikið til um hversu þrautseigju Excess Success.

Öllu var teflt fram við þennan bardaga hjá Baron Nashor …
Öllu var teflt fram við þennan bardaga hjá Baron Nashor í þriðja leik. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Fjórði leikur

Já það er rétt, spilað var upp í þrjá sigra og tók því fjórði leikur við. Þar voru Excess Success komnir aftur í hið afkastagóða bláa lið en Sans voru í því rauða. Val liðanna var eftirfarandi:
Excess Success: Ezreal, Leona, Rumble, Kha’Zix, og Lucian
Sans: Kayn, Volibear, Sylas, Twitch, og Veigar

Fjórði leikur tók þá skemmtilegu stefnu að vera nokkuð jafn nokkuð lengi, að má segja ólíkt fyrri leikjum viðureignarinnar, og á 15. mínútu mátti enn kalla leikinn nokkuð jafnan þrátt fyrir ákveðna forystu Excess Success. Á 16. mínútu kom þó höggið sem segja má að búist hafi verið við og var það Excess Success sem afgreiddi það. Með sigri í bardaga sem tryggði þeim sinn annan dreka var það nú sem Excess Success virkilega fór af stað.

Þegar Excess Success voru á ágætisleið með að jafna metin og fara með ykkur í fimmta leik byrjaði að gæta til nettruflana sem á tímapunkti hreinlega stöðvuðu útsendingu viðureignarinnar. Þrátt fyrir ákveðið leikhlé var ekki að sjá að það hefði mikil áhrif á liðin þegar aftur til útsendingar var komið og kláruðu Excess Success einfaldlega leikinn þegar 26. mínútur voru liðnar. Úrslitin yrðu því ákveðin í fimmta leik.

Netvandamál settu svip á fjórða leik viðureignarinnar, en úr þeim …
Netvandamál settu svip á fjórða leik viðureignarinnar, en úr þeim var fljótt leyst. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Fimmti leikur

Nú voru fjórir leikir liðnir í viðureigninni og hingað til hafði bláa liðið alltaf unnið. Sans voru því eflaust ánægðir með sinn stað í bláa liðinu í þessum leik á meðan Excess Success voru í því rauða. Völ liðanna voru eftirtalin:
Sans: Nautilus, Kai’Sa, Quinn, Twisted Fate, og Lee Sin
Excess Success: Kha’Zix, Jhin, Rumble, Rakan, og Akali

Liðin voru eflaust búin að læra aðeins inn á hvort annað þegar hér var komið sögu en fyrstu 5 mínúturnar liðu hjá frekar áfallalausar með einungis 3 fellum og jöfnu gulli milli liða. Það fór þó að hitna í kolunum upp úr því og segja má að hraðinn hafi tvöfaldast, a.m.k. hvað fellur varðar, þegar 7 slíkar áttu sér stað á næstu 5 mínútum – flestar Excess Success í vil.

Það að vera í rauða liðinu virtist að lokum ekki hrjá Excess Success en þeir spiluðu ágætlega út leikinn og gáfu Sans lítið af tækifærum til að komast aftur inn. Excess Success náðu hverri fellunni á fætur annarri og þegar þeir voru komnir inn í höfuðstöðvar Sans á 22. mínútu var forysta Excess Success ekki nema tæp 12.000 gull og 21 fella.

Og þannig lauk því, og Excess Success urðu bikarmeistarar.
Og þannig lauk því, og Excess Success urðu bikarmeistarar. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV

Þá er mótinu lokið

Viðureigninni var vægast sagt lokað með stíl og geta Excess Success verið stoltir með bikarmeistaratitilinn. Sem fyrr segir hafa bæði lið tryggt sér miða á erlenda stórmótið Telia Masters þar sem þau fá tækifæri til að keppa gegn stærstu liðum Norðurlandanna, Írlands, og Bretlands. Nákvæm dagsetning hefur ekki enn verið ákveðin fyrir Telia Masters en áætlað er að mótið muni eiga sér stað í kringum ágústmánuð og mun mbl að sjálfsögðu greina frá árangri Sans og Excess Success á mótinu þegar þar að kemur.

Leikmenn Excess Success, þeir Kári „Ted­iz“ og Sig­ur­jón „Seif­ur“ settust …
Leikmenn Excess Success, þeir Kári „Ted­iz“ og Sig­ur­jón „Seif­ur“ settust niður með Sölva í setustofunni að viðureign lokinni. Skjáskot/twitch.tv/SiggoTV
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert