Lokastig IEM Cologne hefst aftur í dag

Af IEM Cologne 2021.
Af IEM Cologne 2021. Skjáskot/twitch.tv/ESL_CSGO

Lokastig In­tel Extreme Masters í Köln, Þýskalandi, betur þekkt sem einfaldlega „Cologne“ hefst í dag. G2 Esports, Natus Vinc­ere, Astr­al­is, Virt­us.pro, Gambit Esports og FaZe Clan berjast um titilinn að þessu sinni en mótið er fyrsta mótið í Coun­ter-Strike: Global Of­fensi­ve sem ekki spil­ast yfir netið í meira en ár.

G2 og NAVI þegar komnir í næstu umferð

Með því að vinna sína hópa á öðru stigi mótsins eru liðin G2 Esports og Natus Vincere þegar komin í næstu umferð lokastigs. Er það einstaklega mikilvægt á þessu stigi þar sem nú er ekki um tvöfalda útsláttarkeppni að ræða lengur, heldur einungis einfalda.

Leikja­tré seinasta stigs mótsins eins og það birt­ist áður en …
Leikja­tré seinasta stigs mótsins eins og það birt­ist áður en leikir hefjast í dag. Skjá­skot/​Liquipedia

Tvær viðureignir í dag

Fjögur lið takast á í tveimur viðureignum í dag í fyrstu umferð.

Astralis og Virtus.pro mætast klukkan 14 og samkvæmt veðbönkum eru Astralis líklegri til að vinna í þeirri viðureign. Mun sigurvegari viðureignarinnar mæta G2 Esports klukkan 14 á morgun í undanúrslitum.

Seinni viðureign dagsins verður Gambit Esports gegn FaZe Clan klukkan 17:15 og eru Gambit líklegri til að vinna í þeirri viðureign samkvæmt veðbönkum. Sigurvegari þeirrar viðureignar mun svo mæta Natus Vincere í seinni undanúrslitaviðureign morgundagsins klukkan 17:15.

Hvar fylgist ég með?

Útsend­ing­ar fara fram á Twitch rás ESL CS:GO, www.twitch.tv/​ESL_CS­GO. Þar má einnig finna eldri út­send­ing­ar, svo enn má sjá allt sem farið hef­ur fram á mót­inu hingað til.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka