EA endurgerir vinsælan leik frá 2008

Dead Space, EA og Motive.
Dead Space, EA og Motive. Skjáskot/youtube.com/IGN

Árið 2008 gaf leikjaframleiðandi EA út hryllingsleikinn Dead Space sem byggir á vísindaskáldskap, en í kjölfar fyrstu útgáfu komu út viðbætur og framhaldsleikir í leikjaröðinni. Í tilkynningu EA kemur fram að þeir munu endurgera upprunalega leikinn.

Kemur út á næstu-kynslóðar leikjatölvur

Markmið EA með endurgerð upphaflegu útgáfu Dead Space og vonar að með endurkomu leikjaraðarinnar uppfilli þeir óskir aðdénda. Áætlað er að endurgerður Dead Space komi út á næstu-kynslóðar leikjatölvurnar Xbox Series X og PlayStation 5, ásamt því að leikurinn verður gefinn út PC tölvur. Þykir þetta athyglisvert vegna þess að flestir leikir sem út koma á næstu-kynslóðar leikjatölvur koma ekki út á PC tölvur. 

Bætingar og breytingar frá upphaflegu útgáfu

Dead Space leikirnir nutu mikilla vinsælda er þeir komu fyrst út. EA segir að gróflega sé tekið til orða þegar talað er um endurgerð leiksins, en áætla þeir að gera margar bætingar og breytingar á upphaflega leiknum. Þeir vilja þó halda spilun með svipuðu móti og áður, en markmiðið er að gera allt betur í nýrri útgáfu.

Leikurinn verður framleiddur af Motive en enginn útgáfudagur hefur verið kynntur. Aðdáendur hafa lýst yfir tilhlökkun og virðast hafa háar væntingar fyrir endurgerð Dead Space. Motive ætlar að leyfa eldri leikmönnum, sem spiluðu upprunalegu útgáfuna, að prófa hluti innan leiksins og fá frá þeim endurgjöf og skoðanir sem vonandi geta nýst við þróun endurgerðarinnar. Með nýungum og breytingum verður áhugavert að sjá hvernig endurgerð þessa leiks mun til takast.

mbl.is