Alex Scott fyrst kvenna til að lýsa í FIFA

Alex Scott/Twitter

Alex Scott, fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, sem spilaði með Arsenal og enska landsliðinu auk þess að spila á sumarólympíuleikjum sem haldnir voru 2012 í London, verður fyrsta konan til þess lýsa leikjum í FIFA-seríunni.

Hún bæði tísti frá þessum fréttum og setti inn færslu á Instagram en þar segir hún þessa stund stóra fyrir FIFA og fótbolta í heild en ekki síður fyrir konur úti um allan heim. Scott telur þetta einnig stóra stund fyrir sig sjálfa á persónulegum vettvangi jafnt sem fyrir feril hennar.

Alex Scott endaði instagramfærsluna sína með klassísku slagorði frá EA games: „EA sports, we're in the game.“

View this post on Instagram

A post shared by Alex Scott MBE (@alexscott2)

mbl.is