Ný lína IKEA sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara

Ný lína sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara er væntanleg í október.
Ný lína sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara er væntanleg í október. Ljósmynd/IKEA

Sífellt bætist í hóp fyrirtækja sem styðja við bakið á rafíþróttamönnum. Hvort sem um sé að ræða samstarf eða framleiðslu á vörum fyrir leikmenn. IKEA hefur ákveðið að taka skrefið í þá átt og setur á markað nýja línu í október sem sérhönnuð er fyrir tölvuleikjaspilara.

Ný lína ætluð tölvuleikjaspilurum væntanleg í október

Þessi nýja lína IKEA inniheldur fjölbreytt vinnuvistvæn húsgögn og hagnýta aukahluti sem hannaðir eru til að gera umhverfi spilarans betra. Línan er hönnuð í samstarfi við Republic of Gamers, eða ROG, og er gerð til að auðvelda spilurum að útbúa draumaaðstöðu fyrir sem besta spilun.

Ný lína sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara er væntanleg í október.
Ný lína sérhönnuð fyrir tölvuleikjaspilara er væntanleg í október. Ljósmynd/IKEA

IKEA og Republic of Gaming unnu saman að vörunum

Vörumerkið ROG hefur ítrekað verið valið besta tölvubúnaðarvörumerkið af virtum alþjóðlegum fjölmiðlum og spilurum. Fyrirtækið þróar margs konar tölvubúnað, einkatölvur, fylgibúnað og aukahluti sem gerðir eru fyrst og fremst fyrir PC-tölvur. Fylgjendahópur fyrirtækisins er stór og iðulega þátttakandi í alþjóðlegum viðburðum og mótum, ásamt því að fyrirtækið rekur rafíþróttafélagið Rogue Warriors sem staðsett er í Kína. 

Milljónir tölvuleikjaspilara eru um allan heim og með ólíkan smekk og misjafnar þarfir. Vonast IKEA til að mæta misjöfnum þörfum spilara með nýju línunni sem út kemur í október. Fyrirtækin ROG og IKEA koma úr ólíkum heimum sem tala mismunandi tungumál, en frá upphafi hefur markmiðið verið að draga fram það besta frá báðum fyrirtækjum og þróa vörur sem hvorugt fyrirtækið hefði geta gert eins síns liðs.

Tölvuleikjaspilarar geti útbúið flotta aðstöðu

Ástríða IKEA er fyrst og fremst heimilið, og er fyrirtækið fullvisst um að það ætti að vera mögulegt fyrir alla að útbúa flotta og hagnýta aðstöðu til að spila tölvuleiki.

Eins og fyrr segir er línan væntanleg í október, og verður spennandi að sjá vöruúrvalið sem upp á verður boðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert