Meistaramót Valorant hefst í dag

Grafík/Riot Games

Meistaramótið í fyrstu persónu skotleiknum Valorant hefst í dag í tónlistarhöll í Berlín en yfir 2.200 rafíþróttalið kepptu um þátttöku í mótinu.

Babb í bátinn

Sextán bestu lið heimsins áttu að keppa um meistaratitilinn en vegna seinkunnar á vegabréfum leikmanna frá Filipseyjum var rafíþróttaliðið BREN dæmt úr leik. Tölvuleikjafyrirtækið Riot lét það ekki standa í vegi fyrir sér en keppa þá einungis fimmtán lið um meistaratitilinn.

Gluggi að heimsmeistaratitlinum

Meistaramótið stendur yfir frá 10. - 19. september og geta sigurvegarar unnið sér inn Meistarabikarinn í Valorant 2021 ásamt þátttöku í mótinu Valorant Champions sem er Heimsmeistaramótið sem hefst í desember.

Liðin sem taka þátt í mótinu eru Gambit Esports, SuperMassive Blaze, Acend, G2 Esports, Sentinels, 100 Thieves, Team Envy, Krü Esports, Keyd Stars, Havan Liberty, Vision Strikers, F4Q, ZETA DIVISION, Crazy Racoon og Paper Rex.

Hér að neðan má sjá fyrstu viðureignir mótsins.

Skjáskot/liquipedia

Hægt að fylgjast með á mörgum tungumálum 

Hægt verður að fylgjast með mótinu á ensku á YouTube og Twitch rás Valorants en leikjunum er lýst á nokkrum tungumálum. 

Nánari upplýsingar um mótið má finna bæði á liquipedia og í tilkynningu frá Valorant.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert