Fór úr axlarlið er hann fagnaði sigri

Ljósmynd/Pablo Heimplatz

Einstaklingar sýna mismunandi viðbrögð er þeir vinna í íþróttum, á meðan einhverjir sýna miklar tilfinningar gera aðrir ekkert nema brosa. Leikmaðurinn CakeAssault sigraði um helgina stórt rafíþróttamót og segja má að hann hafi fagnað aðeins og mikið eftir sigur í mótinu.

Stærsta mót í leiknum hingað til

Á rafíþróttamótinu Riptide keppti CakeAssault í leiknum Rivals of Aether, en Riptide er stærsta mót sem haldið hefur verið í leiknum frá upphafi sem gerði sigur CakeAssault í mótinu þann mikilvægasta hingað til. Hefur samfélag leiksins Rivals of Aether stækkað hratt undanfarið í takt við aðrar rafíþróttir.

Datt úr lið í látunum

Eftir að hafa spilað alla helgina stóð CakeAssault uppi sem sigurvegari, og brutust út gríðarleg fagnaðarlæti meðal hans er hann sigraði í úrslitum. Hann fagnaði í raun það mikið að hann datt úr axlarlið. Er greinilegt að sigurinn var honum mikilvægur og er sjón sögu ríkari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert