781 milljónir króna í heildarverðlaunafé

Skjáskot úr leiknum Rocket League.
Skjáskot úr leiknum Rocket League. Skjáskot/RocketLeague

Leikjaframleiðandinn Psyonix tilkynnti í síðustu viku tímasetningar og snið næstu meistaramótaraðar í leiknum Rocket League. 

Heitir mótaröðin Rocket League Championship Series, eða RLCS, og hefur verið farið fram árlega síðan leikurinn kom út árið 2015. Á síðasta tímabili var mótaröðinni hinsvegar aflýst vegna heimsfaraldurs.

781 milljónir króna í heildarverðlaunfé

Segir í tilkynningu að næsta tímabils RLCS mótaraðarinnar muni spanna keppni á fleiri landssvæðum, ásamt því að snið mótaraðarinnar verður nýtt og endurbætt. Heildarverðlaunafé tímabilsins verður 781 milljón íslenskra króna. 

Hafa þrjú ný landssvæði bæst við hóp þeirra svæða sem keppt verður á, og eru þau nú sjö talsins. Nýjum landsvæðum var bætt við vegna þess að mótshaldarar vilja að lið frá fleiri landssvæðum fái tækifæri til að keppa á hæðsta hæfileikastigi.

Skiptist í þrjú stórmót og heimsmeistaramót

Skiptist keppnin upp í þrjú stórmót, haust-, vetrar- og vormót, og mun tímabilinu enda með heimsmeistarakeppni sem fram fer næsta sumar. Fyrir haust-, vetrar- og vormótin verða undankeppnir á landsvæðunum sjö.

Stórmótin munu öll fara fram á LAN viðburði þar sem leikmenn mæta á sama stað til að keppa. Hefjast leikar í október þegar svæðisbundnar undankeppnir fyrir haustmótið byrja, en lokakeppni haustmótsins fer svo fram í desember. 

Nýtt og endurbætt snið mótaraðarinnar

Snið mótaraðarinnar í ár verður nýtt og endurbætt eins og áður segir, en í stórmótunum verður keppt samkvæmt Swiss sniði í sextán liða úrslitum og efstu átta liðin halda áfram í einfalda útsláttakeppni. 

Safna lið sérstökum stigum er þau keppa í stórmótunum, því betri árangur því fleiri stig fær liðið, sem verða svo tekin saman þegar öllum mótunum hefur lokið og mun fjöldi stiga ákvarða hvaða lið keppa á heimsmeistaramótinu næsta sumar.

Var mikill spenningur meðal aðdáenda leiksins, en margir aðdáendur voru svekktir í kjölfar frétta af aflýsingu mótaraðarinnar á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert