EDward Gaming heimsmeistarar í League of Legends

EDward Gaming tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í League of Legends, og …
EDward Gaming tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í League of Legends, og halda heim á leið með 63 milljónir íslenskra króna. Ljósmynd/Riot Games.

Laugardaginn síðastliðinn fór fram úrslitaviðureign heimsmeistaramótsins í League of Legends. Mótið hefur staðið yfir í rúman mánuð í Laugardalshöll og hafa bestu League of Legends lið heims leikið þar listir sínar. EDward Gaming stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins, og eru því nýkrýndir heimsmeistarar í League of Legends.

Mættu ríkjandi heimsmeisturum

Átta lið komust upp úr riðlakeppni mótsins, og héldu þau áfram í úrslitakeppnina. Keppt var í einfaldri útsláttar keppni og allar viðureignir voru best-af-fimm, eða fyrsta lið til að vinna þrjá leiki í viðureigninni. Eftir spennandi fjórðungs- og undanúrslit var ljós hvaða tvö lið myndu mætast í úrslitaleiknum. 

Ríkjandi heimsmeistarar DWG Kia og EDward Gaming voru þau lið sem mættust í úrslitaviðureigninni á laugardaginn. Viðureignin var best-af-fimm, sem þýðir að bæði lið voru aðeins þrem sigrum frá heimsmeistaratitlinum.

Sviðið í Laugardalshöllinni í úrslitaviðureign heimsmeistaramótins í League of Legends …
Sviðið í Laugardalshöllinni í úrslitaviðureign heimsmeistaramótins í League of Legends fór fram. Ljósmynd/Riot Games

Leiðin að titlinum

EDward Gaming mætti Royal Never Give Up í fjórðungsúrslitum og Gen.G Esports í undanúrslitum, en báðar viðureignir fóru í fimm leiki og enduðu með 3-2 sigri EDward Gaming. DWG Kia sigruðu Mad Lions 3-0 í fjórðungsúrslitum og T1 í undanúrslitum 3-2. 

Úrslitaviðureignin var gríðarlega spennandi, en EDward Gaming sigraði fyrsta leik viðureignarinnar. DWG Kia sigruðu svo næstu tvo leiki og komu stöðunni í 2-1, og voru því aðeins einum sigri frá heimsmeistaratitlinum. 

EDward Gaming heimsmeistarar eftir spennandi úrslitaviðureign

Ljóst var að EDward Gaming voru hvergi nærri hættir, en þeir sigruðu næsta leik og komu stöðu viðureignarinnar í 2-2. Síðasti leikurinn var því hreinn úrslitaleikur þar sem bæði lið voru aðeins einum sigri frá heimsmeistaratitlinum.

Síðasti leikurinn var jafn framanaf og bæði lið börðust hetjulega. EDward Gaming náðu yfirhöndinni á lokamínútum leiksins, náðu að knýja fram sigur og tryggðu sér með sigrinum heimsmeistaratitilinn í League of Legends. Scout, leikmaður EDward Gaming, var valinn mikilvægasti leikmaður mótsins.

Leið EDward Gaming að titlinum var erfið og sýndi liðið mikinn styrkleika með að yfirstíga allskyns hindranir og unnu verðskuldaðan sigur í úrslitaviðureigninni. Halda EDward Gaming heim á leið með 63 milljónir íslenskra króna og heimsmeistaratitilinn í League of Legends.

Leikmenn EDward Gaming fagna að leik loknum.
Leikmenn EDward Gaming fagna að leik loknum. Ljósmynd/Riot Games
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert