Svaf yfir sig og missti af 54 milljónum króna

Call of Duty:Warzone.
Call of Duty:Warzone. Skjáskot/youtube.com/Gamespot

Það krefst mikils tíma og vinnu að vera atvinnumaður í rafíþróttum. Þegar stór mót eru á döfinni leggja leikmenn yfirleitt allt í æfingar og eru oft í boði háar peningaupphæðir fyrir þá sem lenda í efstu sætunum. Atvinnumaður í leiknum Warzone svaf yfir sig og missti af móti nú á dögunum.

Leikmaðurinn Blazt er atvinnumaður í leiknum Warzone. Hann lenti í því óheppilega atviki að sofa yfir sig og missa af móti í leiknum Warzone, en verðlaunafé mótsins var tæplega 53 milljónir íslenskra króna.

Leitar af nýjum liðsfélaga í kjölfarið

Blazt hafði skráð sig í mótið ásamt streymirnum MuTeX og átti tvíeykið að keppa sem lið í mótinu á miðvikudaginn í þessari viku. Þegar mótið átti að hefjast setti MuTeX færslu á Twitter það sem hann tilkynnir að liðsfélagi hans sé ekki mættur til leiks í mótið, og svo stuttu síðar kemur önnur færsla frá honum þar sem hann lýstir yfir áhyggjum af liðsfélaga sínum þar sem hann hafði ekki svarað til lengri tíma.

Nokkrum tímum síðar kemur inn færlsla frá Blazt þar sem hann segist hafa sofið í fimmtán klukkustundir, en segir þó ekkert um að hafa misst af mótinu. 

MuTeX auglýsir í gær eftir nýjum liðsfélaga fyrir framtíðarmót, enda ósáttur með að þáverandi liðsfélagi hans hafi sýnt kæruleysi þegar hann svaf yfir sig fyrir mót með háum peningaupphæðum í verðlaunafé.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert