Spennandi desembermánuður fram undan

Skjáskot úr leiknum Halo Infinite.
Skjáskot úr leiknum Halo Infinite. Skjáskot/youtube.com/Xbox

Þegar líða fer að jólum kemur spurningin „hvað viltu í jólagjöf?“ oft upp. Margir tölvuleikir koma út í desembermánuði, og gætu einhverjir þeirra verið frábær jólagjöf fyrir tölvuleikjaunnendur. 

Margir tölvuleikir koma út hverjum mánuði, en alltaf eru einhverjir sem eru eftirsóttari en aðrir. Hér eru fimm eftirsóttir tölvuleikir sem koma út í desembermánuði.

2. desember – Solar Ash

Einspilunarleikurinn Solar Ash er gerður af Heart Machine, sem einnig gerðu leikinn Hyper Light Drifter sem naut mikilla vinsælda. Solar Ash er ævintýraleikur, þar sem leikmenn fara í skó hlauparans Rei. Reið ferðast um dularfullan heim og lendir í ýmsum ævintýrum og bardögum.

Solar Ash verður aðgengilegur til spilunar á PlayStation 4 og 5, og PC-tölvur í gegnum Epic Games Store. Hægt er að nálgast leikinn og forpanta hér

7. desember – Final Fantasy XIV: Endwalker

Leikurinn er fjórða viðbót við leikinn Final Fantasy XIV, og er fjölspilunar hlutverkaleikur (e. MMORPG). Í leiknum leiðir Endwalker söguna af Hydaelyn og Zodiark til enda, en ekki verður auðvelt að afhjúpa leyndadóma sögunnar og sigrast á áskorunum sem verða á vegi þeirra.

Final Fantasty XIV: Endwalker verður aðgengilegur til spilunar á PlayStation 4 og 5, PC-tölvum og Mac-tölvum. Hægt er að nálgast og forpanta leikinn hér

8. desember – Halo Infinite

Fjölspilunarhluti leiksins Halo Infinite kom út fyrir stuttu, en einspilunarhluti leiksins kemur út í desember. Aðdáendur hafa beðið fullir eftirvæntingar eftir leiknum sem gefinn er út af Xbox Game Studios. Miklar tafir urðu á útgáfu leiksins og er nú loksins komið að því að leikmenn fái að fara aftur í hlutverk Master Chief eftir langa bið.

Einspilunarhluti Halo Infinite verður aðgengilegur á Xbox One, Xbox Series X/S og PC-tölvur. Hægt er að nálgast leikinn og forpanta á leikjaveitunni Steam hér

16. desember – Five Nights at Freddy’s: Security Breach

Leikurinn er sá áttundi í leikjaröðinni Five Nights at Freddy’s og er gefinn út af ScottGames. Þessi einspilunarleikur er hryllingsleikur sem snýst um að lifa af. Spilarar fara í gervi Gregory sem er læstur inni í verslunarmiðstöð sem er full af morðóðum vélmennum. Gregory þarf að lifa af heila nótt til þess að losna út, og er það auðveldara sagt en gert.

Five Nights at Freddy’s: Security Breach verður aðgengilegur til spilunar á PC-tölvur og PlayStation 4 og 5. 

16. desember – The Gunk

Þessi ævintýra- og bardagaleikur er gerður af fyrirtækinu Image & Form. The Gunk er sögudrifinn leikur þar sem leikmenn fylgja safnarum Rani í gegnum ævintýri á óþekktri plánetu sem er þakin geimverum. Pláneta er þakin gróðri, glúfrum, hellum og frumskógi, en landslagið hefur verið spillt af slímugu sníkjudýri. Verkefni Rani er að útrýma sníkjudýrinu til að bjarga lífinu á plánetunni.

The Gunk verður aðgengilegur til spilunar á PC-tölvur, Xbox One og Xbox Series X/S.

mbl.is