Aldrei fleiri spilað á sama tíma

Það hafa aldrei fleiri spilað samtímis í gegnum Steam og …
Það hafa aldrei fleiri spilað samtímis í gegnum Steam og síðustu helgi. Ljósmynd/Unsplash/Fredrick Tendong

Það hafa aldrei fleiri spilað samtímis í gegnum leikjaveituna Steam eins og síðastliðna helgi. SteamDB greinir frá því að nýtt met hafi verið slegið hvað varðar leikmannafjölda sem spilaði í gegnum veituna.

Tíu milljónir fleiri

Leikmannafjöldinn náði nýjum hæðum þegar 27 milljónir leikmanna voru að spila samtímis en það slær metið um tíu milljónir leikmanna til viðbótar frá því í nóvember árið 2019 en þá höfðu höfðu aldrei fleiri en 17,155,417 leikmenn spilað á sama tíma.

Haustútsalan gerir góða hluti

Vinsælustu leikirnir til spilunar um þessar mundir eru Counter-Strike: Global Offensive, Dota 2, New World, Halo Infinite og Team Fortress 2 og hefur 

Haustútsala Steam spilar vissulega stóran þátt í þessu nýja meti en hún hefur staðið yfir í eina viku og lýkur henni á miðvikudaginn. 

Eins hefur útgáfa tölvuleiksins Halo Infinite átt aðild að þessu nýja meti þar sem hann er gjaldfrjáls til spilunar og áhugamenn hafa beðið eftir leiknum í einhvern tíma. Leikurinn kom út 15. nóvember og hefur nú þegar náð gríðarlegum vinsældum en leikmenn Halo hafa flestir verið 272,586 að spila samtímis.

mbl.is