Greinist rétt fyrir heimsmeistaramót

Frá skimunarstöð í Berlín.
Frá skimunarstöð í Berlín. AFP

Heimsmeistaramótið í Valorant hefst á morgun og fer fram í Berlín. Allir leikmenn og starfsfólk eru skimuð fyrir mót vegna heimsfaraldurs. Einn af keppendum hefur nú greinst með covid-19.

Leikmaður Team Liquid smitaður

Hinn belgíski Nabil „Nivera“ Benrlitom, leikmaður Team Liquid, hefur greinst með covid-19 rétt fyrir upphaf heimsmeistaramótsins í Valorant. Mótið fer fram á LAN-viðburði í Berlín þar sem allir keppendur mæta og spila á sviði. 

Nivera hefur áður greinst með covid-19 en hafði jafnað sig, og er þetta því í annað skiptið sem hann greinist. Líklegt er að Nivera fái að spila með liði sínu mótinu þrátt fyrir smitið, en þurfi hann að spila í einangrun og fær ekki að stíga á svið með liði sínu.

Hvorki Riot Games né Valorant-teymið hefur gefið út tilkynningu í kjölfar smitsins, en líklegt er að hún berist í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert