Nvidia með spennandi fréttir í janúar

Ljósmynd/Fredrick Tendong

Tæknifyrirtækið Nvidia hefur tilkynnt að von sé á spennnandi fréttum fyrir tölvuleikjaunnendur í byrjun nýs árs.

Fyrirtækið mun halda útsendingu þann 4. janúar næstkomandi þar sem fréttirnar verða tilkynntar.

Fréttirnar varði GeForce RTX

Flestir þeir sem spila tölvuleiki á PC-tölvur kannast við fyrirtækið Nvidia sem er framleiðandi vinsælustu skjákorta sem eru á markaðnum í dag. Búist er við að fréttirnar sem Nvidia munu tilkynna í janúar muni varða nýtt skjákort.

Í tilkynningu Nvidia um fréttirnar segir að fréttirnar varði GeForce RTX, sem er skjákortalína fyrirtækisins.

Skjákort hefur sjaldan verið jafn erfitt að fá og í heimsfaraldri, en framkvæmdarstjóri Nvidia sagði í samtali við Yahoo! í síðasta mánuði að búist væri við enn frekari eftirspurn á skjákortum á næsta ári.

mbl.is