Hamlandi fyrir evrópsku deildina

Heimsmeistaramótið í League of Legends fór fram í Laugardalshöllinni í …
Heimsmeistaramótið í League of Legends fór fram í Laugardalshöllinni í fyrra. Ljósmynd/Riot Games

Nýtt tímabil er að hefjast fyrir árið 2022 í tölvuleiknum League of Legends og fer fyrsti leikur vortímabilsins fram þann 14. janúar.

Evrópska deildin í leiknum tilkynnti á opinbera Twitter-aðgangi sínum að vegna takmarkanna sem ráða ríkjum vegna flensunnar munu liðin þurfa að keppa frá þjálfunaraðstöðum sínum þetta vortímabil.

„Að tryggja heilsu og velferð spilara okkar, þjálfara og starfsfólks er fremst í forgangi. Til þess ganga úr skugga um að deildin fái að halda áfram munu liðin keppa frá þeirra eigin þjálfunaraðstöðu frá upphafi vortímabilsins,“ segir í tilkynningunni.

Tekið er fram að haldið verður áfram að meta stöðuna á faraldrinum vikulega og vonast er eftir því að leikmenn fái að koma og keppa í stúdíóinu sjálfu um leið og hægt er.

mbl.is