Greiða fólki fyrir að láta af störfum

Nicolo Laurent, framkvæmdastjóri Riot Games.
Nicolo Laurent, framkvæmdastjóri Riot Games. Ljósmynd/Riot Games

Sem hluta af endurskipulagi og stefnubreytinga hjá Riot Games hefur starfsfólki verið boðið að þiggja greiðslu fyrir að láta af störfum.

Samkvæmt langri bloggfærslu á vefsíðu Riot Games, þar sem skýrt er frá öllum þeim breytingum sem verða á fyrirtækinu næstu fimm árin, kemur fram er Riot að stækka við Queue Dodge verklagið sitt.

Nær yfir alla starfsmenn

Verklagið var upprunalega var opið þeim starfsmönnum sem höfðu starfað hjá fyrirtækinu skemur en í sex mánuði en mun núna ná yfir alla starfsmenn óháð því hversu lengi þeir hafa starfað þar.

Queue Dodge verklagið gerir þar með öllum kleift að segja upp störfum sínum og fá samt greiddan hluta af launum sínum til þess að hjálpa þeim við breytingar á hverju sem kemur næst.

Greiddir út úr fyrirtækinu

Nú, í takmarkaðan tíma, geta allir Riot starfsmenn sem eru ekki sammála nýrri stefnu fyrirtækisins farið með 25 prósent af árslaunum sínum, COBRA fríðindum og fulla bónusa áður en þeir eru greiddir út.

Framkvæmdastjóri Riot Games, Nicolo Laurent, segir í samtali við Business Insider að hann sé ekki að reyna að draga úr kostnaði fyrirtækisins með þessu.

„Við erum að reyna að stækka fyrirtækið, við viljum bara tryggja að við höfum rétta hópinn af fólki.“

mbl.is