Fá að upplifa keppnisumhverfið

Þórir Viðarsson, yfirþjálfari Arena, og Davíð Jóhannsson, formaður rafíþróttadeildar Breiðabliks.
Þórir Viðarsson, yfirþjálfari Arena, og Davíð Jóhannsson, formaður rafíþróttadeildar Breiðabliks. Ljósmynd/Aðsend

Rafíþróttadeild Breiðabliks tekur skref fram á við í þjálfun rafíþrótta þar sem að ungum iðkendum er gefið færi á að upplifa og taka þátt í keppnisumhverfinu í tölvuleiknum Rocket League.

„Við hjá Breiðablik viljum að krakkarnir okkar fá að taka þátt í alvöru keppnisumhverfi með góðri leiðsögn þjálfara,“ segir Þórir Viðarsson, yfirþjálfari rafíþróttahallarinnar Arena, en hann hefur séð um alla þjálfun rafíþróttadeildar Breiðabliks.

„Við ætlum að tefla fram tveimur liðum í TURF-deildinni í Rocket League þar sem iðkendur Breiðabliks keppa undir nafninu Breiðablik.“

Liðin eru annars vegar þriggja manna teymi og svo fjögurra manna teymi en leikmennirnir eru á aldrinum tólf til fimmtán ára gamlir.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is