Hægt að berjast sem víkingur

For Honor er þriðju persónu bardagaleikur sem gefinn var út …
For Honor er þriðju persónu bardagaleikur sem gefinn var út af Ubisoft árið 2017. Grafík/Ubisoft

Eftir miklar hörmungar taka fjórir af grimmustu stríðsflokkum sögunnar hver á öðrum í dramatískri lífsbaráttu.

Tölvuleikurinn For Honor býður leikmönnum að taka þátt í baráttunni sem ýmist djarfur riddari, grimmur víkingur, banvænn samúræi eða ógnvekjandi Wu Lin og berjast frá þriðju persónu sjónarhorni til heiðurs flokki að eigin vali.

Leikurinn býður bæði upp á einspilun sem fjölspilun.

For Honor var gefinn út árið 2017 af tölvuleikjafyrirtækinu Ubisoft og hægt er að spila hann á Xbox-, PlayStation- og PC-tölvum.

mbl.is