Stærsta útgáfa í sögu Halo

Halo Infinite.
Halo Infinite. Grafík/343 Industries/Halo Infinite

343 Industries gáfu út tölvuleikinn Halo Infinite seint á síðasta ári með miklum hvelli og segir fyrirtækið þennan leik hafa verið farsælastur við útgáfu hingað til.

Færsla var birt á opinbera Twitter-aðgangi Halo þar sem að lýst var yfir þakklæti til þeirra leikmanna sem taka þátt í vegferð Halo Infinite. Einnig er tekið fram að yfir 20 milljónir einstaklinga hafa nú þegar spilað leikinn.

Spartverjar ganga til liðs  

„Þar sem yfir 20 milljónir Spartverja hafa gengið til liðs við okkur hingað til, erum við spennt að tilkynna að Halo Infinite er stærsta útgáfan í sögu Halo leikjaseríunnar,“ segir í tísti frá opinberum Twitter-aðgangi Halo.

„Takk allir fyrir að vera með okkur í næsta skrefi í þessari frábæru ferð.“

Byrjað að keppa í leiknum

Halo Infinite kom út þann 15. nóvember á síðasta ári og eru nú þegar farin af stað rafíþróttamót þar sem keppt er í leiknum. Rafíþróttaliðið var það fyrsta til þess að gerast stórmeistarar í Stórmeistaramóti HCS mótaröðinnar.

Leikurinn er gjaldfrjáls til spilunar og hefur það eflaust hjálpað til við að ná leikmönnum inn í seríuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert