Seinna tímabil Halo komið í loftið

Halo.
Halo. Grafík/343 Industries

Seinna tímabil í tölvuleiknum Halo er hafið, tímabilið kallast Einfarar (e. Lone Wolfs) og fór af stað klukkan 18:00 á íslenskum tíma.

Tímabilið færir leikmönnum tvö ný kort, Catalyst og Breaker, ásamt nýjum leikhömum.

Konungur Hólsins og Land Grip snúa aftur í leikinn, en það eru leikhamir úr fyrri Halo-leikjum. Nýr leikhamur er einnig kynntur til leiks, Síðasti Spartinn, en þar keppast tólf leikmenn um að halda sér lifandi sem lengst, en þeir hafa fimm líf. 

mbl.is