Bannaður fyrir að svindla

VCT 2022.
VCT 2022. Grafík/Riot Games/Valorant

Víetnamskur Valorant leikmaður, Nomsenpai, hlýtur bann í heilt ár fyrir að svindla í opinberum leik í opinni undankeppni VCT. 

Nomsenpai spilar fyrir liðið Ice Cee Jay Too og var liðið einnig dæmt úr leik í fyrsta fasa VCT APAC 2022. 

Brotið átti sér stað í leik gegn Haven og kom svindlið í ljós í myndbandi þar sem að liðið ICJT er að vinna 12-9 gegn Haven. Nomsenpai er í þann mund að fara inn í geymslu þegar hann reynir að skjóta mótherja sinn, sem þó tókst að sleppa.

Allt virtist eðlilegt þangað til hann miðar blint á mótherja sem er á leiðinni á svæði C. Ómögulegt var að vita af þessum mótherja.

Bannið er staðfest með Twitter færslu.

mbl.is