Pokémon þjálfarar hvattir til að sækja um

Skjáskot/Pokemongolive

Spennandi tímar eru framundan í Pokémon GO þar sem að Pokémon þjálfurum út um allan heim er boðið að taka þátt í sérstakri þjálfarakeppni og hafa því kost á að birtast innanleikjar í gegnum Johto þjálfaraviðburðinn.

„Það er kominn tími til þess að taka skref fram á við í þjálfara vegferð þinni - skref inn í heim Pokémon GO!“ segir í tilkynningu um viðburðinn.

Hægt að verða einn af þeim

Pokémon GO ræktarþjálfarar munu birtst innanleikjar á kortinu og þrátt fyrir að leikmenn hafi ekki keypt sér miða á viðburðinn munu þeir samt geta fundið þá.

Hægt verður að keppa við þessa þjálfara og vinna sér inn verðlaun með Timed Research verkefnum. Það er ekki einungis hægt að keppa við þessa þjálfara, heldur er í boði að „verða einn af þeim“.

Haldin verður keppni til ákvörðunar um hvaða þjálfarar munu birtast sem innanleikjar persónur á meðan viðburðinum stendur.

Sótt um í keppnina

Til þess að taka þátt í keppninni þarf að birta skjáskot af þjálfaraprófílnum þar sem sést í rafheitið og myndina. Það þarf að koma fram gerð teymisins, hvort sem það er bardaga, drauga, ís, dreka og svo framvegis. Auk þess þurfa allir Pokémonar að vera af sömu gerð.

Sigurvegarar munu svo fá að sjástum heim allan en nánari upplýsingar má finna í tilkynningunni sjálfri.

mbl.is