EA ögrar Rússlandi

Sims 4 Wedding Stories.
Sims 4 Wedding Stories. Grafík/EA Games/Sims

Brúðkaups-aukapakkinn í Sims 4, Wedding Stories sem kemur út 17. febrúar, verður ekki aðgengilegur í Rússlandi vegna alríkislaga landsins gegn hinsegin fólki.

Wedding Stories segja sögu af tveggja kvenna, Dominique og Camille, er þær skipuleggja brúðkaupið sitt. Það er ekki eins og samkynja hjónabönd hafi ekki verið til staðar í Sims 4 áður en efni Wedding Stories snýr sérstaklega gegn alríkislögum Rússlands, sem voru kynnt árið 2013.

Lögin banna markaðssetningu samkynja sambanda fyrir fólk yngra en átján ára og er það jafnframt talið sem áróður.

Persónulegt fyrir marga

EA og Sims þróunaraðilinn Maxi birtu bloggfærslu í gær sem skýrir frá því hvers vegna Wedding Stories verði ekki gefið út í Rússlandi.

„Þegar við byrjuðum að búa til „My Wedding Stories“ var þetta framtíðarsýnin sem við höfðum fyrir alþjóðlegt samfélag okkar: gleðin við að finna ást, fagna þeirri ást og segja sögur sem hafa persónulega merkingu,“ segir í færslunni.

Standa með frelsinu

„Við stöndum með frelsinu til þess að vera sá sem þú ert, til að elska þá sem þú elskar, og að segja sögurnar sem þú vilt segja. “

Mun því EA ekki gefa út Wedding Stories fyrir þá sem búsettir eru í rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert