Nýtt nafn á FIFA notað innan EA

FIFA 22.
FIFA 22. Grafík/Electronic Arts

EA Sports lætur af vörumerkinu FIFA og breytir nafninu á fótboltaleiknum sínum í EA Sports Football Club. Stemmir það við tilkynningu EA frá því á síðasta ári.

Nafnið notað innbyrðis

EA Sports Football Club, eða EA Sports FC, verður því titill næstu tölvuleikja sem framundan eru, samkvæmt hlaðvarpinu GrubbSnax en þar staðhæfir innherjinn Jeff Grubb þetta.

Þó að nafnið gæti breyst fyrir opinbera tilkynningu, þá er þetta titillinn sem fyrirtækið notar innbyrðis fyrir leikinn.

Spila ekki útaf nafninu

Samkvæmt Grubb snýst þetta um fjármál hjá EA. Útgefandinn vill ekki halda áfram greiða FIFA himinhá leyfisgjöld fyrir notkun á nafninu.

Er það vegna þess að fyrirtækið trúir því að leikmenn haldi áfram að sækja í leikinn fyrir það sem hann er, ekki það sem hann heitir.

Grubb bendir á að FIFA leitist nú eftir því að búa til sinn eigin leik undir nafninu FIFA, en hvaða þróunaraðili mun koma að samstarfi við knattspyrnusambandið er enn í lausu lofti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert