Er spurningaleikur á leiðinni á Steam ?

Leikjaveitan Steam heldur áfram að toppa sig.
Leikjaveitan Steam heldur áfram að toppa sig. Grafík/Steam

Það lítur út fyrir að nýr Valve-leikur sé í vinnslu, einhverskonar Steam-spurningaleikur.

Pavel Djundik, einnig þekktur sem xPaw, höfundur SteamDB, opinberaði nokkra nýja Steam-kóða á opinberu Discord-rás teymisins, en kóðana má finna á GitHub. Kóðarnir gefa til kynna að Valve muni innleiða einhverskonar spurningaleik á vefverslunina.

Vísbendingar í kóðanum

Þetta lítur ekki út fyrir að vera einföld Steam-könnun, þar sem kóðinn býr að möguleikanum að bæta við spurningum og svörum auk þess að bjóða upp á spilanleg myndbönd þegar svarað er rétt, eða rangt. Það að hægt sé að svara vitlaust gefur til kynna að um spurningaleik sé að ræða í stað könnunar.

Kóðinn hefst á „sale_section“, sem gefur einnig til kynna að spurningaleikurinn gæti verið í tengslum við væntanlega útsölu Steam - eins og sumarútsöluna sem fer venjulega af stað í júní.

Hinsvegar er þetta enn í vinnslu, svo óvíst er hvort eða hvenær kóðinn yrði innleiddur. Þrátt fyrir það má segja að þessar fregnir séu áhugaverðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert