Hægt að klappa hundabyssunni núna

Call of Duty: Vanguard býður leikmönnum upp á að spila …
Call of Duty: Vanguard býður leikmönnum upp á að spila með helhunda-byssu. Það er líka hægt að klappa byssunni. Skjáskot/Activision Blizzard

Call of Duty: Vanguard fer fram í seinni heimsstyrjaöldinni þó að sögulegar staðreyndir hafi ekki alltaf verið hafðar í fararbroddi. Í Vanguard geta leikmenn eignast hundabyssu, og þá hundabyssu sem hægt er að klappa.

Armaguerra 43 SMG-byssan var innleidd skömmu eftir að seinna tímabil Pacific kom út, en í síðustu viku var búningur í anda helhunda kynntur til leiks. Búningurinn gerir byssuna svarta með gylltu ívafi, auk þess að bera hund með þrjú höfuð. 

Í síðustu viku var ekki hægt að klappa hundinum, en ný uppfærsla gerir leikmönnum kleift að klappa hundinum á meðan hlaðið er byssuna á ný.

mbl.is