Sameiginlegt veski í Fortnite uppfært

Silfur og stelpur í Fortnite.
Silfur og stelpur í Fortnite. Grafík/Epic Games

Fortnite V-Bucks sem keyptir eru í gegnum PlayStation eru nú aðgengilegir á öllum tölvum sem styðja við leikinn, nema Nintendo Switch.

Framleiðsluverið Epic Games tilkynnti um breytingar á sameiginlegu veski í nýrri uppfærslu á Fortnite. Áður var það svo að V-Bucks sem keyptir voru í gegnum PlayStation tölvu, voru bundnir við Sony-leikjatölvur.

Með uppfærslu v20.40 hinsvegar, sem fór í loftið í dag, fá leikmenn aðgang að þessu sameiginlega veski innan Fortnite, sem hýsir alla V-Bucks leikmannsins þvert yfir mismunandi leikjatölvur.

Þá geta leikmenn nálgast alla keyptu V-Bucksina sína, hvort sem spilað er á Xbox, PlayStation, Android, PC-tölvu eða í gegnum leikjaský.

Athugið að breytingarnar eiga aðeins við um keypta V-Bucks, ekki þá sem leikmenn hafa unnið sér inn í gegnnum bardagapassa eða Save the World-leikhaminn. Þeir verða áfram aðgengilegir á þeim tölvum sem styðja við leikinn, þar á meðal PlayStation og Switch.

mbl.is