Skiptir Guðum út fyrir Hómer og Bart

Hómer og Bart sæta sviðsljósið í God of War með …
Hómer og Bart sæta sviðsljósið í God of War með nýju moddi frá Omega Fantasy. Skjáskot/YouTube

Nýtt mod í God of War skiptir út mismunandi Guðum fyrir persónur úr teiknimyndaröðinni The Simpsons.

Moddið frá Omega Fantasy skiptir út feðgunum Kratos og Atreus fyrir Homer og Bart, eins skiptir það The Stranger út fyrir vingjarnlega nágrannanum í Simpsons, Ned Flanders.

Líkön Simpson-persónanna eru tekin úr tölvuleiknum The Simpsons: Hit & Run sem kom út árið 2003. Hinsvegar eru það ekki einungis líkönin sem koma með moddinu, heldur hafa raddir innan God of War einnig verið talsettar upp á nýtt.

Hægt er að sjá hvernig moddið spilast í myndbandi frá ToastedShoes hér að neðan.mbl.is