Hetja Tómsins opinberuð

Bel'Veth í League of Legends.
Bel'Veth í League of Legends. Grafík/Riot Games

Tölvuleikjafyrirtækið Riot Games hefur gefið upp hver næsta hetja innan League of Legends verður með stiklu, en Riot hefur strítt leikmönnum með litlum vísbendingum um hana ítrekað.

Nýja hetjan Bel'Veth er keisaraynja og guð Gleymskunnar, sem kemur frá hjarta Tómsins í Runeterra.

Hungruð í nýjar minningar

Í tilkynningu segir að Bel'Veth sé hrifin af heim tilverunnar og spennt fyrir því að skapa sinn eigin fyrir sjálfa sig, Bel'Veth er eins og myrkt krabbamein sem hefur vaxið innan hjarta Tómsins - þar sem allt Runeterra verðut gleypt og endurbyggt í hennar eigin brengluðu mynd.

Hana hungrar í nýjar upplifanir, minningar og hugtök í stórfenglegu magni, étur heilu borgirnar og íbúa þeirra áður en hún gefur endurnýjar upplýsingar í víðáttumikið og framandi landslag sem kallast Lavender Sea.

Bel'Veth í League of Legends.
Bel'Veth í League of Legends. Grafík/Riot Games

Ekkert er öruggt

Meira að segja Tómið er ekki öruggt fyrir mætti hennar þar sem hún dreifist innan þess eins og neyðir alla sem fyrir henni verða til að lúta fyrir heimi skorts. Þrátt fyrir að Bel'Veth sé ný í Runeterra, þá eru fæðingar hennar ósegjanlegar árþúsundir í mótun – lokaniðurstaða ofnæmisviðbragða á milli tómsins og veruleikans sem er í uppsiglingu.

Einhver, eða eitthvað, sem gæti skrifað nýjan hræðilegan kafla í sögu heimsins að ofan og neðan.

Leiðtogi sem gæti átt við þessar „manneskjur“, sagt þeim hvað er í vændum og nærst á tilfinningum þeirra og minningum er þau berjast í bitru og árangurslausu stríði þangað til að síðustu eldar siðmenningar slokkna og nýtt upphaf fæðist.

Leiðtoginn er Bel'Veth.

mbl.is