Tvær milljónir eintaka seld nú þegar

Monster Hunter Rise: Sunbreak.
Monster Hunter Rise: Sunbreak. Grafík/Capcom

Capcom tilkynnti að fleiri en tvær milljónir eintaka af nýjasta aukapakkanum í Monster Hunter Rise, Sunbreak, hafi verið seld um heim allan.

Fyrirtækið greindi frá því með fréttatilkynningu að fleiri en tvær milljónir eintaka af Sunbreak hafi selst fyrir bæði Nintendo Switch og PC-tölvur frá því að hann kom út, þann 14. júní.

Þar að auki hefur grunnleikurinn, Monster Hunter Rise, selst í yfir tíu milljón eintökum um heim allan frá því að kom út, í mars á síðasta ári.

Fjölbreyttar leiðir til þess að afreka

Afrekið náðist með „fjölbreyttum leiðum“ og má þar nefna endurteknar fríar uppfærslur á leiknum, PC-útgáfan af leiknum við útgáfu og svo útgáfa Sunbreak. Í heildina hefur Monster Hunter-röðin selst í um 84 millljón eintökum.

Vert er að nefna að Monster Hunter: World, sem kom út í janúar árið 2018, er sá leikur frá fyrirtækinu sem hefur verið dreift hvað mest en 21 milljónir eintaka af honum eru í umferð, sem gerir hann farsælasta leik Capcom.

Tekur við af grunnleiknum

Monster Hunter Rise: Sunbreak býður upp á nýja sögu sem þó tekur upp þráðinn í beinu framhaldi af viðburðum grunnleiksins.

Í Sunbreak eru þrjár nýjar og kröftugar verur sem eru þekktar sem Three Lords. Þeir eru Garangolm, Fanged Wyvern Lunagaron og Elder Dragon Malzeno en leikmenn munu mæta þeim öllum í gegnum spilunina.

Á Nintendo Direct frá því í júní gaf Capcom upp leiðarvísi fyrir leikinn, sem gefur leikmönnum nokkra hugmynd um hvers má vænta í náinni framtíð.

Næsta fría uppfærslan, Seething Bazelgeuse, fer í loftið í ágúst og verður fylgt eftir með annarri haustuppfærslu og svo vetraruppfærslu seinna á árinu.

mbl.is