Íslenskt lið vann bestu lið Norður-Evrópu

League of Legends er á meðal vinsælustu tölvuleikja sem gerðir …
League of Legends er á meðal vinsælustu tölvuleikja sem gerðir hafa verið. Skjáskot/twitch.tv/rafithrottir

Íslenska rafíþróttaliðið Dusty fór sigurför á Northern League of Legends Championship (NCL) á dögunum. Ásbjörn Daníel Ásbjörnsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Dusty, kveðst ánægður með árangur liðsins, sem hafnaði í fyrsta sæti.

„Í keppninni keppa bestu lið Norður-Evrópu. Við náum þessum árangri í henni, þetta íslenska lið, en þetta er með stærri mótum í League of Legends,“ segir hann í samtali við mbl.is.

Fá að keppa í einu stærsta mótinu

„Með því að sigra mótið fáum við að keppa á European Masters, sem er eitt stærsta mót í heiminum af þessu tagi sem hægt er að keppa í.“

Er þetta í fyrsta sinn sem Dusty vinnur NCL.

„Við lentum í þriðja sæti síðast. Okkur hefur aldrei gengið svona vel, enda svaka sigurganga í gangi hjá liðinu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert