Geta spilað Modern Warfare II viku fyrr

Tölvuleikjaspilarar sem elska fyrstu persónu skotleiki geta spilað nýjasta Call of Duty-leikinn viku fyrr með því að kaupa hann í forsölu.

Call of Duty greindi frá því á Twitter að leikmenn sem kaupa Modern Warfare II í forsölu geta hafið spilun söguþráðsins allt að viku fyrr, frá 20. október.

Modern Warfare kemur annars út þann 28. október en nánar um leikinn og forsölu á honum má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is