Gefa peninga, húðflúr og kanínugrímur

Rockstar Games fagnar ári vatnakanínunnar innan Grand Theft Auto.
Rockstar Games fagnar ári vatnakanínunnar innan Grand Theft Auto. Grafík/Rockstar Games

Nýtt ár er gengið í garð í Kína, ár vatnakanínunnar, og er því heldur en ekki fagnað innan tölvuleiksins Grand Theft Auto.

Á My Pandit segir að samkvæmt kínverskri stjörnuspeki fái þeir sem fæðast á ári kanínunnar góð tækifæri í pólitískum og lagalegum efnum. Þar eru kanínur einnig bendlaðar við list, næturlíf og gæfu.

Er því skemmtilegt að segja frá gjöfum sem Rockstar Games gefur leikmönnum sínum í glæpaleiknum Grand Theft Auto til að fagna nýju ári.

Peningar, grímur og húðflúr

Þeir sem skrá sig inn í Grand Theft Auto Online í þessari viku fá hefðbundna kanínugrímu, kanínuhúðflúr og 188.888 dali innanleikjar að gjöf. Vert er að nefna að hér er átt við gjaldmiðil innanleikjar, en ekki hefðbundna peninga.

Kanínuhúðflúrið sem fæst fyrir að skrá sig inn er hægt að setja á bringu persónu leikmannsins. Húðflúrarar verða einnig á vappinu í kringum suðurhluta San Andreas fram á miðvikudag og bjóða upp á sérstök húðflúr í anda nýja ársins. 

Rockstar Games fagnar ári vatnakanínunnar innan Grand Theft Auto.
Rockstar Games fagnar ári vatnakanínunnar innan Grand Theft Auto. Grafík/Rockstar Games

Þeir sem eru í áskrift að GTA+ fá sérstakan stuttermabol ásamt Noh-kanínugrímu sem birtist jafnóðum í fataskáp leikmannsins innanleikjar. Fram að 22. febrúar geta áskrifendur Prime Gaming tengt saman aðganga sína og þannig fengið sérstaka grímu innanleikjar.

Væri því jafnvel hægt að skrá sig í áskrift hjá Prime Gaming til þess að fá grímuna, en gríman sem um ræðir er rökkurmáluð kanínugríma (e. twilight painted rabbit mask) og gæti tekið allt að tíu daga að berast leikmönnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert