Allt sem þú þarft að vita um næstu uppfærslu

Kortið Castle kemur aftur í Call of Duty.
Kortið Castle kemur aftur í Call of Duty. Skjáskot/COD

Fyrsta stóra uppfærsla Call of Duty: Modern Warfare 2 og Warzone 2 kemur út í næsta mánuði. Leikurinn kom út haustið 2022 og eru margir sem bíða spenntir eftir uppfærslunni enda hefur leikurinn fengið þó nokkra gagnrýni fyrir fjölda galla.

Staðreyndir uppfærslunnar

Uppfærslan fer í loftið miðvikudaginn 15. febrúar. Upprunalega átti hún að koma 1. febrúar en ófyrirsjáanlegar aðstæður gerðu það að verkum að uppfærslunni var frestað um tvær vikur.

Sama dag kemur uppfærsla fyrir Warzone 2 og því þurfa spilarar að vera klárir að hala niður báðum uppfærslum. 

Nýtt kort er á leiðinni í leikinn en fyrir allra hörðustu aðdáendur leiksins kemur kortið ekki á óvart en það er endurgerð goðsagnakennda Kastala-kortsins sem kom fyrir í Call of Duty: World at War, sem er leikur frá árinu 2008.

Kortið kom þó einnig við sögu í Call of Duty: Vanguard árið 2019. 

Leikhamurinn Harðkjarni (e. hardcore) kemur í Modern Warfare 2. Leikhamurinn er erfiðari fyrir spilara en allar upplýsingar eru faldar, leikmaðurinn hefur minna líf og vopn gera meiri skaða. Hvert einasta skot skiptir máli.

Nýr leikmaður kemur í uppfærslunni sem spilarar geta valið en hann er í anda Kastala-kortsins og ber leikmaðurinn heitið „Ronin Operator“.

Hann kemur upprunalega úr Call of Duty: Vanguard og því eru margir sem kannast við hann. 

Spilarar geta líka klifrað upp getustiga í nýju uppfærslunni og unnið að því að reyna að spila gegn þeim bestu.

Warzone 2 uppfærsla

Tímabil 2 kemur 15. febrúar með stórri uppfærslu. Meira peningaflæði verður á kortinu fyrir spilara að safna og lægri verð á skotvopnum, fylgihlutum og endurlífgunum liðsfélaga. Þetta verður gert til þess að reyna koma upp meira jafnvægi í leiknum og til þess að spilarar búi yfir fleiri möguleikum í honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert