Leikurinn sá dýrasti í heimi

Leikurinn er sá dýrasti á markaði.
Leikurinn er sá dýrasti á markaði. Skjáskot/Steam

Leikjaframleiðandinn ProX gaf út leik sem ber nafnið The Hidden and Unknown. Leikurinn er sá dýrasti sem hefur verið gefinn út á markað leikjaveitunnar Steam.

Oft kosta flottir og stórir leikir meira en aðrir en það virðist þó ekki vera ástæðan fyrir verðlaginu á leik ProX. Leikurinn kom út 23. janúar og er einungis með sjö umsagnir á sölusíðu sinni á Steam.

Ef eitthvað er að marka umsagnirnar þá fær þessi leikur sannkallaða falleinkunn en spilarar segja til dæmis að framleiðendurnir ættu að borga spilurunum til þess að spila leikinn, ekki öfugt.

Skjáskot/Steam

Grín og ekki grín

Leikurinn kostar tæpa tvö þúsund bandaríkjadollara en það samsvarar 288.720 íslenskum krónum á núverandi gengi.

Skjáskot/Steam

Framleiðandi leiksins tjáði sig í viðtali á dögunum og aðspurður hvers vegna verðið væri svona hátt var ástæðan „okkur fannst það réttast að rukka svona mikið fyrir leikinn og það væri okkar réttur að geta verðlagt leikinn eins og þeir vilja“.

Forstjóri ProX benti hinsvegar á að það tæki spilara innan við tvo klukkutíma að klára leikinn frá byrjun til enda og því gætu spilarar sótt um endurgreiðslu frá Steam.

Ef spilari hefur ekki spilað leik í meira en tvær klukkustundir er hægt að sækja um endurgreiðslu og fer þá sjálfkrafa ferli af stað sem endurgreiðir spilaranum greidda upphæð.

Verðið á leiknum hefur gert það að verkum að leikurinn hefur fengið mikla athygli og umfjöllun og gæti það verið ástæðan fyrir svo háu verði. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is