Bílaúrvalið hleypur á hundruðum bíla

Leikurinn kemur út seinna á árinu.
Leikurinn kemur út seinna á árinu. Skjáskot/Forza

Úrval bíla og bílategunda er oft það sem skilur að góða bílaleiki. Miðvikudaginn 25. janúar kynnti Xbox komandi bílaleik í leikjaseríu Forza Motorsport.

Einn þáttur kynningarinnar var bílasýning en meira en 500 bílar verða aðgengilegir spilurum í leiknum og yfir 100 bílar frumsýndir á kynningunni. 

Hægt er að breyta öllum bílunum eftir óskum spilara og eru yfir 800 möguleikar til breytinga á bílunum. Þetta gerir það að verkum að bílarnir í Forza Motorsport eru raunverulegir, hljóma eins og þeir gera í raunheimum og keyra eins og þeir keyra í raun og veru. 

Leikurinn kemur út á Xbox Series X/S og borðtölvur og möguleiki að spila leikinn í 4K gæðum með 60 ramma á sekúndu, styðji skjárinn það. Microsoft hefur þó gefið út að leikurinn verði ekki aðgengilegur þeim sem eiga Xbox One nema í gegnum netspilun.

„Eigendur Xbox One geta streymt leiknum í tölvur sínar í gegnum netspilun séu þeir eru í áskrift af Xbox Game Pass Ultimate“ kom fram í tilkynningu frá Microsoft, en netspilunin gerir það að verkum að fullum gæðum verður aldrei náð líkt og á nýrri týpu Xbox leikjatölvunnar. Einnig er því mikilvæg krafa fyrir spilara að vera með stöðuga nettengingu. 

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is