Stærsta flugvél heims flýgur á ný

Microsoft Flight Simulator hefur tilkynnt samstarf sitt við Antonov.
Microsoft Flight Simulator hefur tilkynnt samstarf sitt við Antonov. Ljósmynd/Antonov

Árið 1985 leit stærsta flugvél heims dagsins ljós, en hún bar nafnið Antonov AN-225 eða „Mriya“. Flugvélin var smíðuð í Úkraínu og var hún notuð í fraktflugi síðan árið 2001.

Engin önnur vél af þessari stærðargráðu gat borið jafn mikla þyngd og Mriya og gegndi hún mörgum mikilvægum hlutverkum en til dæmis flaug hún síðasta flug sitt í febrúar 2022 með um 90 tonn af grímum, spritti og kórónuveiruprófum frá Kína til Danmerkur. 

Flugvélin gjörónýt.
Flugvélin gjörónýt. Ljósmynd/KievIndip

Í sama mánuði 2022 eða 24. febrúar gerði Rússland árás á heimavöll Mriya, Antonov Airport, í Hostomel og með því gjöreyðilagðist flugvélin merka. Mikil reiði fylgdi í kjölfarið enda margir sem höfðu mikinn áhuga á vélinni enda var hún sú stærsta í heiminum.

Tölvuleikjasamstarf

Flugleikurinn Microsoft Flight Simulator hefur unnið með Antonov og flugmönnum félagsins í hönnun flugvélarinnar í leik sínum en spilarar geta innan tíðar valið að fljúga þessari stærstu vél heims og má segja að þar með hefji hún sig á loft á ný - í rafheimum.

Áður fyrr hefur þurft að niðurhala flugvélinni og nota hana með ólöglegum viðbótum en bráðum verður það liðin tíð.

Af Twitter-síðu Antonov.
Af Twitter-síðu Antonov. Skjástkot/Twitter
Samanburður á stærð.
Samanburður á stærð. Ljósmynd/Antonov

Hlustar þú á tónlist þegar þú spilar?

  • Já að sjálfsögðu
  • Nei alls ekki
  • Stundum og stundum ekki
mbl.is