Töpuðu 130 milljörðum króna árið 2022

David Baszucki, stofnandi og forstjóri Roblox.
David Baszucki, stofnandi og forstjóri Roblox. Ljósmynd/Roblox

Tölvuleikjaframleiðandinn Roblox skilaði nýlega skýrslu sem sýnir að fyrirtækið á virkilega undir högg að sækja. Þrátt fyrir að leikurinn hafi aldrei verið stærri og með fleiri notendur þá hefur fyrirtækinu ekki tekist að skila hagnaði.

Fyrirtækið gaf út samnefndan leik sinn, Roblox, fyrir snjallsíma en virðist það ekki hafa breytt miklu fjárhagslega séð. 

Auglýsa vel

Ein stærsta ástæða vinsælda Roblox er hvernig leikurinn nær til síns markhóps, það gera framleiðendur með því að fara í mörg samstörf við fræg fyrirtæki eins og skyndibitakeðjuna Chipotle og teiknimyndapersónuna Sonic.

Fyrirtækið er líka virkt í fjárfestingum í tæknigeiranum og nýlega bættu þeir við möguleikanum að láta skanna inn andlit sitt og nota á leikmanni sínum í Roblox. 

Samkvæmt skýrslu Roblox tapaði fyrirtækið tæpum 300 milljónum dollara, eða 43 milljörðum íslenskra króna, í síðasta ársfjórðungi árið 2022, sem er bæting síðan árið áður en stórt tap samt sem áður. Stjórnendur fyrirtækisins segja tapið vera vegna fjárfestinga sem eiga skila sér í hagnaði á næstu árum. 

Daglega spila um 56 milljónir spilara leikinn Roblox og er það bæting upp á 23% milli ára og var forstjóri fyrirtækisins David Baszucki himinlifandi og vongóður um framtíðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert