Vígalegri bílar og fleiri möguleikar

Hægt verður að breyta sportbílnum sínum svo hann henti betur …
Hægt verður að breyta sportbílnum sínum svo hann henti betur í utanvegaakstri. Skjáskot/Forza

Bílaleikurinn Forza Horizon 5 verður uppfærður í mars og mun uppfærslan bjóða spilurum fleiri möguleika til breytinga á bílum sínum. Uppfærslan ber heitið „Rally Adventure“ og er önnur stóra uppfærslan fyrir leikinn.

Spilarar velja milli þriggja liða og hvert hefur sitt upp á að bjóða, allt milli utanvegakeppna í götukeppna í rallý keppnum. 

Forza Horison leikjaserían er ein sú raunverulegasta og vinsælasta bílaleikjasería heims en leikirnir eru einungis aðgengilegir á Xbox leikjatölvunum og Microsoft-tölvum.

Möguleikinn til breytinga á bílum hefur aukist verulega með þessari uppfærslu og geta spilarar nú valið að breyta sportbílum sínum svo þeir henti betur í mismunandi aðstæðum.

10 nýir bílar verða kynntir til sögunnar ásamt fjölda lagfæringa og betrumbóta á leiknum sjálfum. Uppfærslan kemur út 29. mars.

mbl.is