Valve kynnir til leiks Counter-Strike 2

Leikurinn mun bera nafnið Counter-Strike 2 og er bein uppfærsla …
Leikurinn mun bera nafnið Counter-Strike 2 og er bein uppfærsla úr Counter-Strike:Global Offensive. Skjáskot/CounterStrike

Valve, framleiðandi leiksins Counter-Strike tilkynnti rétt í þessu að Counter-Strike 2 kemur í sumar. Uppfærslan verður gjaldfrjáls fyrir alla sem eiga leikinn og mun hún innihalda uppfærslu á mörgum kerfum og kortum leiksins.

Þetta er stærsta uppfærsla í sögu leiksins og mun koma til með að breyta mörgu sem spilarar eru vanir. 

Reyksprengjur

Einn stærsti þátturinn sem fær yfirhalningu í tilkynningunni frá Valve eru reyksprengjurnar. Reyksprengjur er hægt að nota til þess að mynda einskonar vegg til að blinda andstæðinga. Nú munu reyksprengjurnar bregðast við mismunandi landslagi á kortinu og geta spilarar skotið reyknum í burtu svo hægt sé að sjá í gegn. 

Breytingar á reyksprengjum.
Breytingar á reyksprengjum. Skjáskot/CounterStrike

Yfirhalning á kortum

Keppniskortin munu fá yfirhalningu þar sem þau eru gerð raunverulegri og bjartari. Kort eins og goðsagnakennda kortið Dust 2 munu fá endurnýjun lífdaga og gerð skemmtilegri og spennandi á ný. 

Skjáskot/CounterStrike
Skjáskot/CounterStrike

Vopnin raunverulegri

Ásamt því að betri gæði er á kortunum fá öll vopn og persónur í leiknum yfirhalningu og hægt að sjá betur listaverkin sem príða vopnin og spilarar geta notið betur að eiga falleg vopn.

Betra hljóð

Counter-Strike 2 mun búa yfir betri hljóðgæðum bæði af umhverfishljóðum í leiknum og hljóðum frá andstæðingum og spilurum.

Skjáskot/CounterStrike

Leikurinn fer í prófun frá og með deginum í dag og kemur svo út seinna á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert