Uppáhaldsvopnið kemur aftur

Modern Warfare II var kynntur með loforði um nýja tíma …
Modern Warfare II var kynntur með loforði um nýja tíma í sögu Call of Duty. Grafík/Activision Blizzard

Nýjasta viðbótin í Call of Duty-leikjaseríu Activision, Modern Warfare 2 og Warzone 2, fær nýja uppfærslu á komandi dögum og með því eitt vinsælasta vopn margra spilara.

Í mars kom út viðbót við annað tímabil leiksins sem hófst fyrr á þessu ári en uppfærslan bar heitið „Season 2 Reloaded“ og innihélt ný vopn og margir gallar lagaðir.

Gamalt vopn fær nýtt líf

Nú er hinsvegar komið að næsta tímabili, „Season 3“, en útgáfudagurinn er einungis fjórum vikum eftir síðustu uppfærslu.

Rafíþróttamaðurinn „FaZe Dirty“ var fenginn til þess að prófa nýju uppfærsluna og segja sína skoðun á henni en hann prófaði nýja útfærslu riffilsins FJX Imperium, en hann var vinsæll í Call of Duty: Modern Warfare 2 sem kom út árið 2009.

Riffillinn verður aðgengilegur spilurum frá og með 12. apríl sem hluti af verðlaunakerfi leiksins, spilarar geta klárað þrautir til þess að eignast riffilinn.

Það verður að koma í ljós hvort riffillinn verði jafn vinsæll og fyrir fjórtán árum en mikill spenningur er fyrir þessari viðbót.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert