Geta uppfyllt drauma munaðarleysingja í Azeroth

Munaðarlaus börn að leik í World of Warcraft.
Munaðarlaus börn að leik í World of Warcraft. Grafík/Blizzard

Í mörgum stórborgum innan Azeroth í World of Warcraft má finna munaðarleysingjahæli, þar sem börn ráfa um götur borgarinnar og leika sér.

Nú er barnavikan hafin í leiknum en geta þá leikmenn tekið einn munaðarleysingja undir verndarvæng sinn og sýnt þeim hvað heimurinn hefur upp á að bjóða.

Uppfylla drauma barnanna

Meðan á vikunni stendur geta leikmenn unnið sér inn alls konar verðlaun með því að klára verkefni sem tengjast barnavikunni.

„Í gegnum árið hafa munaðarleysingjar Azeroth eytt stórum hluta ævinnar í að ráfa um heimaborgina sína, að dreyma um daginn sem þau verða orðin nógu stór og gömul til þess að halda út í heiminn og upplifa ævintýrin sem þau misstu af sem börn,“ segir í tilkynningu á heimasíðu World of Warcraft.

„Á meðan barnavikunni stendur, hafa gjafmildar sálir Horde og Alliance kost á að uppfylla drauma þeirra.“

Barnavikan er hafin í World of Warcraft.
Barnavikan er hafin í World of Warcraft. Grafík/Blizzard

Komin með sína eigin reiðskjóta

Þetta árið hins vegar er talsvert auðveldara fyrir munaðarleysingjana að halda í við leikmenn þar sem þeir hafa nú fengið sína eigin reiðskjóta, sem gerir leikmönnum auðveldara fyrir að sýna krökkunum heiminn.

Vikan hófst þann 1. maí og stendur yfir fram að þeim 8. en aðeins er hægt að taka þátt í barnavikunni með persónum sem hafa náð upp í tíunda reynsluþrep eða hærra.

Fá gæludýr að verðlaunum

Þegar búið er að klára röð verkefna í tengslum við þessa viku geta leikmenn valið um fjögur mismunandi gæludýr sem verðlaun. Hafi leikmaður ekki áhuga á þeim stendur þeim til boða að þiggja í staðinn gæludýrapakka, eða einfaldlega gullpeninga.

Nánar um barnavikuna má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert