Orlando Bloom kynnti myndina í Cannes

Orlando Bloom var mættur á kvikmyndahátíðina í Cannes.
Orlando Bloom var mættur á kvikmyndahátíðina í Cannes. AFP

Leikjatölvuframleiðandinn og tæknirisinn Sony hefur sett púður í framleiðslu á kvikmyndum byggðum á tölvuleikjum.

Undanfarið hafa komið út stórar myndir byggðar á sögum tölvuleikja eins og kvikmyndin Uncharted, þar sem Tom Holland fer með aðalhlutverk og sýnt er frá ýmsum tengingum við söguþráð leiksins. Í sumar kemur svo út kvikmynd byggð á goðsagnakennda tölvuleiknum Gran Turismo. 

Leikarinn Orlando Bloom var mættur á kvikmyndahátíðina í Cannes þar sem hann kynnti nýju myndina og þrátt fyrir að myndin sé ekki gerð nákvæmlega eftir forskrift leikjanna þá snýst myndin um heim þar sem allir eru að reyna fyrir sér í aksturshermum. 

Gran Turismo kemur út 11. ágúst en virðist sem svo að Neill Blomkamp, leikstjóri myndarinnar, sé farinn að leita að næstu sögu. Hann spyr á Twitter-síðu sinni hvar sé hægt að lesa sér til um sögu leiksins Wipeout en leikurinn var gríðarvinsæll á Playstation um tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert