Meistarar eftir fimm framlengingar

ENCE sigraði FaZe í undanúrslitum.
ENCE sigraði FaZe í undanúrslitum. Skjáskot/HLTV

Rafíþróttaliðið ENCE sigraði stórliðið FaZe Clan um helgina en það var ekki auðvelt verk. Finnska liðið ENCE stendur sig gríðarlega vel þessa dagana og um helgina mætti það stórliðinu FaZe Clan í undanúrslitum bandaríska Counter-Strike mótsins IEM Dallas.

Löng viðureign

Þeir sem horfðu á leikinn fengu nóg af Counter-Strike því síðasta viðureign liðanna sem fór fram á kortinu Ancient var löng og þurfti fimm framlengingar til þess að útkljá sigurvegara. Bæði lið höfðu fyrir það unnið sitt kortaval og byrjaði FaZe Clan vel á Ancient og var á einum tímapunkti með sex umferða forskot. ENCE tók svo við sér og eftir það tók við ein besta viðureign ársins.

Þegar Counter-Strike-leikir fara í framlengingu breytast oft aðferðir liðanna heilmikið en það var ekki í þetta skipti þar sem liðin héldu góðum aga og börðust af krafti. Að lokum sigraði ENCE 31-29 og efstu þrír leikmenn ENCE voru með 135 fellur samanlagt.

Þess má geta að í hefðbundnum leik þarf einungis að sigra 16 umferðir til þess að vinna viðureign. Fyrirliði FaZe Clan, Karrigan, var vonsvikinn eftir leik og sagði hann í viðtali eftir leik að hann hefði geta tekið betri ákvarðanir sem hefði skilað liðinu sigri. 

„Ég brást liðinu í dag og það er erfitt að hugsa um þessa viðureign. Þegar þú spilar svona margar umferðir verður þú að hugsa út fyrir kassann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert