Sumarhátíð í beinni útsendingu

Útsendingin hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma.
Útsendingin hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma. Skjáskot/GameFest

Sýnt verður frá sumarhátíð tölvuleikjaframleiðenda, Summer Game Fest, á Youtube-síðu ráðstefnuhaldarans. Búist er við mörgum tilkynningum frá tölvuleikjaframleiðendum um nýjar uppfærslur á leikjum sínum og hvað sé á döfinni fyrir seinni hluta ársins.

Summer Game Fest fer fram í Bretlandi þar sem áhugasamir geta skoðað bása og hlustað á kynningar frá leikjaframleiðendum en búist er við því að langflestir kjósi að horfa á útsendingar af kynningunum í beinni útsendingu. Margir eru spenntir fyrir kynningunum sérstaklega í ljósi þess að ein stærsta tölvuleikjaráðstefna heims, E3, féll niður í ár.

Helstu kynningar á sumarhátíðinni:

  • Fyrsta myndband úr nýjum leik Mortal Kombat 1
  • Nýtt tímabil í Fortnite: Fortnite Wilds
  • Nýr leikur Baldur's Gate 3
  • Nýtt tímabil í Call of Duty: Warzone season 4
  • Nýr leikur Alan Wake 2
  • Nýtt myndband af leiknum New Immortals of Aveum
  • Fréttir af leiknum Warframe

Útsendingin hefst klukkan 19.00 að íslenskum tíma og verður hægt að fylgjast með henni hér.

mbl.is