Segir enga ástæðu liggja að baki uppsagnarinnar

Matthew Furlong var forstjóri GameStop frá árinu 2021 til 2023.
Matthew Furlong var forstjóri GameStop frá árinu 2021 til 2023. Samsett mynd

Forstjóri GameStop, Matthew Furlong, var í gær sagt upp störfum eftir tvö ár í starfi. Fyrirtækið er þekkt fyrir að vera ein stærsta tölvuleikjaverslun heims með um 6000 verslanir víða um heim.

Árin 2016 til 2021 voru erfið fyrir GameStop og stefndi í gjaldþrot fyrirtækisins þegar netverjar tóku sig saman og keyptu hlutabréf í miklu magni sem skaut verðgildi þess í hæstu hæðir. Virði hlutar í GameStop fór hæst í 483 bandaríkjadollara sem gera um 67 þúsund íslenskar krónur.

Sama ár og þetta skeði var Matthew Furlong ráðinn sem forstjóri GameStop og hefur haldið fyrirtækinu vel við síðastliðin tvö ár.

Svo virðist sem reksturinn sé þó enn erfiður því GameStop hefur á undanförnum mánuðum þurft að loka verslunum sínum í tilraun til þess að snúa rekstrinum við en margir hafa misst vinnuna sína hjá fyrirtækinu samhliða því. Matthew Furlong sagði á mánudaginn að uppsögnin hafi verið án gildrar ástæðu og hefur GameStop neitað að tjáð sig hvað þetta mál varðar. 

mbl.is