Síðasti séns að komast í úrslitin

Mikið er í húfi í dag.
Mikið er í húfi í dag. Skjáskot/IEM

Í dag fara fram síðustu leikirnir í umspilskeppninni fyrir stórmótið í Counter-Strike, IEM Cologne sem hefst um helgina. Fjögur sæti eru eftir en átta lið enn í umspilskeppninni og því er mikið í húfi fyrir liðin í dag.

Liðin MOUZ, Fnatic, Astralis og Monte hafa nú þegar tryggt sér sæti á IEM Cologne með sigrum í gær. 

Í dag fara fram fjórir leikir í bráðabana og verður leikið undir BO3 fyrirkomulaginu, sem þýðir að lið þarf að sigra tvö kort til þess að komast áfram.

Klukkan 14.00: FURIA gegn TheMongolz, 9INE gegn Liquid.

Klukkan 17.00: Apeks gegn OG, Ninjas in Pyjamas gegn Imperial.

Fyrsti leikdagur í úrslitakeppninni er á morgun, laugardag og mætast þar Cloud9 og Fnatic og GamerLegion og Monte í fyrsta leik klukkan 10.30.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert